Fabia Design

Íslensk hönnun í sátt við náttúruna

Frá konu til konu

Umhverfið

Allar vörur Fabia eru hannaðar þannig að þær hafi eins lítil áhrif á umhverfið og kostur er. Tekið er tillit til umhverfis allt frá vöggu til grafar með því að huga að efnisvali, nýtingu á efni og flutningi.

Ömmubolli

Ömmubolla línan er hönnuð til heiðurs öllum ömmum sem eitt sinn voru, eru og munu verða. Bollarnir eru ártalamerktir og skarta blómum úr íslenskri náttúru. Á hverju ári bætist í flóruna og ákvarðast liturinn inní bollanum af liti blómsins.  

Stjörnumerki

Stjörnumerkjaplattarnir voru fyrsta varan okkar á markað. Stjörnumerkin eru laserskorin í bambus og henta vel sem veggskraut, hvort sem er margir saman eða stakir. Plattarnir koma í fallegum umslögum og eru léttir og þægilegir í meðhöndlun.